Skip to main content

Má ég borða annað en spítalamatinn?

Flestir spítalar leggja mikið upp úr hollri og góðri fæðu. En við vitum alveg að spítalamatur fær kannski ekki hæstu einkunn hvað varðar bragð og þér á kannski eftir að þykja hann frábrugðinn þeim mat sem þú átt að venjast. Ef þú ert með ofnæmi fyrir tilteknum fæðutegundum eða efnum, er mikilvægt að láta vita af því. Ef þú ert vegan eða grænmetisæta þá getur spítalinn komið til móts við þær óskir. Hægt er að tala við næringarfræðing til að fá þitt óskafæði. Það er heldur ekkert í vegi fyrir því að þú látir færa þér mat á spítalann á eigin kostnað hvort sem hann er eldaður heima eða á veitingastað.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu