Krabbamein er ekki dauðadómur. Í dag eru mun fleiri en áður sem læknast af krabbameini og fjölmargir sem lifa mjög lengi með ólæknandi krabbamein. Við greiningu getur enginn sagt til um það hvort þú munir deyja af völdum krabbameinsins eða hversu langan tíma þú átt eftir.
Staðreyndir tala sínu máli.
- Árlega greinast að meðaltali um 70 manns á aldrinum 18-40 ára með krabbamein hér á landi.
- Allt að 90% þeirra lifa lengur en fimm ár.
- Nú eru á lífi um 15.000 manns sem greinst hafa með krabbamein.