Skip to main content

Munnþurrkur og tannskemmdir

Munnþurrkur er algeng aukaverkun geisla- og lyfjameðferða. Við langvarandi munnþurrk skerðast varnir munnsins gegn örverum og sýrum svo tennur skemmast hraðar. Góð tann- og munnhirða er sérstaklega mikilvæg hjá fólki með munnþurrk hvort sem um er að ræða tímabundinn eða varanlegan. Æskilegt er að panta tíma í eftirlit hjá tannlækni helst mánuði áður en geisla- og lyfjameðferð hefst og vera í reglulegu eftirliti hjá tannlækni á meðan á krabbameinsmeðferð stendur ef hægt er. Í kjölfar meðferðar sem veldur varanlegum aukaverkunum á höfuð- og hálssvæði eru forvarnir mjög mikilvægar og eftirlit tannlæknis nauðsynlegt.

Ef þú þjáist af munnþurrki þá er gott að:

  • Drekka mikið af vatni og skola munninn oft.
  • Smyrja gervimunnvatni á munnslímhúð með reglulegu millibili og alltaf fyrir svefn.
  • Nota Efamol-olíu.
  • Tyggja sykurlaust tyggjó eða sjúga sykurlausar bragðtöflur sem finna má í apótekum.
  • Fá sér sykurlaust nammi eins og Ópal, Tópas og brjóstsykur.
  • Sjúga mulinn klaka og frosna ávaxtabita.
  • Sleppa koffíndrykkjum og áfengi þar sem það dregur úr framleiðslu munnvatns.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu