Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Ráð fyrir vini og fjölskyldu – hvernig getur þú hjálpað?

Fólk veit stundum ekki hvernig það á að tala við einhvern sem greinst hefur með krabbamein.

En hér eru ýmis góð ráð: 

 • Þú þarft ekki að vera smeyk/smeykur við að ræða krabbameinið.
 • Spurðu þeirra spurninga sem þú vilt fá svar við.
 • Stundum nægir bara eitt faðmlag – án allra orða.
 • Þú þarft ekki að forðast þann sem er veikur.
 • Haltu venjum þínum og bjóddu þeim sem er veikur með þér í gönguferðir, bíltúra, samkvæmi eða á aðra viðburði, eins og áður. hann eða hún segir bara nei ef ég þau treysta sér ekki.
 • Veikindasögur annarra eru ekki að hjálpa, allra síst þær sögur sem að enda illa.
 • Ekki þylja upp sögur af kraftaverkameðferðum sem þú hefur heyrt af.
 • Sjúklingar eiga kannski erfitt með að biðja um hjálp en þú getur haft frumkvæði og sýnt aðstoð þína í verki. Farðu með börnin í bíó, eldaðu mat og komdu með hann, mættu á staðinn og taktu til hendinni á einn eða annan hátt.
 • Þú þarft ekki endilega að segja neitt – bara vera til staðar.
 • Ekki vorkenna þeim sem er veikur.
 • Þú getur reynt að setja þig í spor þess veika en mundu að það er ekki hægt að skilja hvað hann/hún er að ganga í gegnum nema þú hafir svipaða reynslu.
 • Hafðu samband áður en þú kemur í heimsókn.
 • Varasamt getur verið að koma í heimsókn ef þú ert með flensu og með lítil börn þar sem ónæmiskerfi þess veika getur verið veikt.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS