Ein af afleiðingum krabbameins er risvandi eða kyndeyfð. Getuleysi getur helgast af krabbameini sem komið hefur upp í kynfærum karla til dæmis krabbamein í eistum eða blöðruhálskirtli. Krabbameinsmeðferð getur líka haft risvandamál í för með sér. Breyttur líkami, andlegt álag, kvíði og ótti geta líka haft áhrif á kynlöngun beggja kynja.
Á Landspítalanum er í boði sérhæfð kynlífsráðgjöf fyrir sjúklinga með krabbamein. ráðgjöfina veitir menntaður kynfræðingur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er einnig starfandi hjúkrunar- og kynfræðingur sem veitir kynlífsráðgjöf.