Skip to main content

Síðbúnar afleiðingar krabbameins

Krabbameinsmeðferð er oft erfið og henni fylgir hætta á síðbúnum afleiðingum sem geta komið fram fljótlega eftir meðferð eða jafnvel mörgum árum síðar. Afleiðingarnar geta náð til sálfélagslegra þátta, starfsemi ýmissa líffæra, frjósemi og í sumum tilfellum aukið hættuna á að fá aftur krabbamein.

Mikilvægt er að þú sért vakandi fyrir þeim afleiðingum sem krabbameinsmeðferðin getur haft. Þær geta verið sálfræðilegar og líkamlegar.

Síðbúnar afleiðingar geta haft margvísleg áhrif á líkama og sál svo sem:

  • Innkirtla / hormónakerfi
  • Eggjastokka, eistu og frjósemi
  • Minni, athygli, nám, heyrn og sjón
  • Vöðva, bein og liði
  • Hjarta og æðar
  • Nýru
  • Tennur og munnvatnskirtla
  • Augnþurrk og slímhúð
  • Aukna áhættu á krabbameini síðar á ævinni
  • Kvíða
  • Félagslega stöðu

Nánari upplýsingar um síðbúnar afleiðingar er að finna á vefsíðu Miðstöðvar síðbúinna afleiðinga.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu