Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Síðbúnar afleiðingar krabbameins

Krabbameinsmeðferð er oft erfið og henni fylgir hætta á síðbúnum afleiðingum sem geta komið fram fljótlega eftir meðferð eða jafnvel mörgum árum síðar. Afleiðingarnar geta náð til sálfélagslegra þátta, starfsemi ýmissa líffæra, frjósemi og í sumum tilfellum aukið hættuna á að fá aftur krabbamein.

Mikilvægt er að þú sért vakandi fyrir þeim afleiðingum sem krabbameinsmeðferðin getur haft. Þær geta verið sálfræðilegar og líkamlegar.

Síðbúnar afleiðingar geta haft margvísleg áhrif á líkama og sál svo sem:

 • Innkirtla / hormónakerfi
 • Eggjastokka, eistu og frjósemi
 • Minni, athygli, nám, heyrn og sjón
 • Vöðva, bein og liði
 • Hjarta og æðar
 • Nýru
 • Tennur og munnvatnskirtla
 • Augnþurrk og slímhúð
 • Aukna áhættu á krabbameini síðar á ævinni
 • Kvíða
 • Félagslega stöðu

Nánari upplýsingar um síðbúnar afleiðingar er að finna á vefsíðu Miðstöðvar síðbúinna afleiðinga.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS