Algengur fylgikvilli krabbameinsmeðferða er að fólk léttist en sum lyf gera það að verkum að þú þyngist, til dæmis vegna inntöku steralyfja. Geislameðferð sem slík hefur yfirleitt ekki áhrif á líkamsþyngd. Hafðu samráð við lækni eða næringarfræðing um mataræði þitt á meðan á meðferð stendur.