Skip to main content

Vinir og samskipti

Þegar þú ert í meðferð er óhjákvæmilegt að það hafi áhrif á samband þitt við vini þína. Sumir vinir þínir geta átt erfitt með að átta sig á hvernig þeir eiga að hegða sér í samskiptum við þig á meðan aðrir verða ofur uppteknir af því að þú ert með krabbamein og tala jafnvel ekki um annað. En þú getur brotið ísinn og skrifað þeim eða hringt í þá og boðið þeim í heimsókn eða á spítalann ef því er að skipta. Ef þú vilt geturðu líka birt reglulega færslur á samfélagsmiðlum þar sem þú segir fréttir af meðferðinni og veikindunum eða þú getur verið með lokaðan hóp á Facebook eða skrifað blogg.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu