Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

AðstandendaKraftur

30. október @ 19:00 - 21:00

Event Series Event Series (See All)

AðstandendaKraftur er vettvangur fyrir aðstandendur sem eiga ástvin sem greinst hefur með krabbamein. Aðstandendahittingar eru einu sinn í mánuði á fimmtudagskvöldum frá kl. 19-21 í húsnæði Krafts, Skógarhlíð 8.

Þegar einhver í kringum þig greinist með krabbamein er það mikið áfall og getur kallað á ýmsar spurningar. Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi. Þá getur verið gott að hitta aðra í sambærilegum sporum sem deila svipaðri reynslu.

Dagskrá haust 2024

September
19. september:
Samkennd í eigin garð. Heiða Brynja sálfræðingur mun fjalla um gagnsemi samkenndar í eigin garð og veita aðstandendum innsýn inn í aðferðir sem getur hjálpað til við að takast á við breyttar aðstæður. Boðið verður upp á spjall í lokin.

Október
30.októberAð eiga maka sem greinst hefur með krabbamein. Guðrún Eggerts sálgætir hjá Kærleikshorinu mun vera með erindi um þær breytingar sem verða í samböndum og í lífinu þegar maki manns greinist með krabbamein. Richard Ottó O´Brien mun deila af eigin reynslu en kona hans greindist með brjóstakrabbamein árið 2022.

Dagskrá fyrir nóvember – desember verður kynnt fljótlega

Frekari upplýsingar um viðburði verða settar inn á Facebook hóp AðstandendaKrafts og er hægt að óska eftir inngöngu í hópinn hér

Umsjón með hópnum hefur, Guðlaug Ragnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi sem hefur einnig reynslu af því að hafa sjálf greinst með krabbamein. Hægt er að hafa samband við hana í gegnum gudlaug@kraftur.org eða í síma 866-9600

Upplýsingar

Dagsetning:
30. október
Tímasetning:
19:00 - 21:00
Series:
Vefsíða:
https://www.facebook.com/groups/208188996929444