Viðbótar eða óhefðbundnar meðferðir eru ýmsar meðferðir sem geta hjálpað þér við að takast á við líðan þína í krabbameinsmeðferð. Dæmi um slíkar meðferðir eru: Nálastungur, slökun, nudd, náttúrulyf, jurtalyf, víxlböð, dáleiðsla, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, jóga, blómadropar og heilun.
ATHUGAÐU: Vertu á varðbergi gagnvart gylliboðum og töfralausnum. Þessar meðferðir geta aldrei komið í staðinn fyrir hefðbundnar læknismeðferðir, í sumum tilfellum geta þær unnið á móti, eða haft neikvæð áhrif á krabbameinsmeðferðina. Hafðu samráð við lækninn þinn ef þú velur að nýta þér einhver þessara úrræða.
Sjá nánar á vefsíðunni: https://integrativeonc.org/