Kraftur var eitt af þeim góðgerðarfélögum og félagasamtökum sem fékk veglegan styrk frá velferðarráðuneytinu að upphæð 1,8 milljón fyrir fræðslu, stuðning og sálfræðiþjónustu fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur.
Miðvikudaginn 14.mars sl. tók Kraftur við styrknum af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við hátíðlega athöfn á Hótel Natura.
Sótt var um styrkinn til að standa straum af kostnaði við hagsmunabaráttu félagsins, fræðslu og sálfræðiþjónustu. Kraftur hefur verið áberandi í hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn sína – einkanlega hvað varðar kostnaðarþátttöku sjúklinga og innleiðingu nauðsynlegra krabbameinslyfja. Þá hefur Kraftur veitt félagsmönnum sínum sálfræðiþjónustu að kostnaðarlausu sem og gefið út bókina LífsKraft – hagnýtar upplýsingar fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur sem hefur verið gefin inn á öllum krabbameinsdeildum Landspítalans.
Kraftur færir Velferðarráðuneytinu sínar bestu þakkir fyrir!