Aðalfundur Krafts var haldin í gær 24.apríl þar sem gert var grein fyrir ársreikningi og ársskýrslu félagsins. Styst er frá því að segja að síðasta ár félagsins hefur verið mjög viðburðarríkt. Greinilegt er að kynning á félaginu hefur skilað sér til landsmanna sem birtist í meiri velvilja í garð félagsins sem og meiri vitundarvakningar um málefni ungs fólk með krabbamein.
Í gær voru fjórir aðilar sem gengu úr stjórn félagsins eftir ötult og gjöfult starf fyrir félagið. Það eru Bóel Hjarta, Kristín Þórsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Jónatan Jónatansson. Þakkar Kraftur þeim fyrir allt sem þau hafa lagt af mörkum fyrir málstaðinn.
Fjórir nýir einstaklingar gengu í stjórn félagsins. Það eru Þórir Hall Stefánsson, Elín Sandra Skúladóttir, Sóley Kristjánsdóttir og Birkir Már Birgisson. Við erum stolt og þakklát fyrir þetta flotta fólk sem gekk inn í stjórn félagsins og hlökkum til komandi verkefna á árinu.
Velkomin í stjórn Krafts 🙂