Skip to main content

Hlaupið af Krafti í Bleika hlaupinu

By 19. nóvember 2018mars 25th, 2024Fréttir

Hlaupahópur FH stendur árlega fyrir Bleika hlaupinu þar sem hlauparar skreyta sig í bleiku frá toppi til táar og hlaupa til góðs og þiggja góðar veitingar í lokin.

Þetta árið var hlaupið til styrktar Krafti þar sem fjölmargir hlauparar frá öðrum hlaupahópum komu saman bleikklæddir og hlupu af krafti.

Bæði runnu þátttökugjöld hlaupsins til Krafts sem og veitingar sem seldar voru á staðnum eftir hlaupið sem allt var heimagert og skreytt í bleikum litum. Alls í ár söfnuðust 240.852 kr. en hlaupahópur Hauka bætti um betur þar sem þeir voru staddir erlendis þegar hlaupið fór fram.

Kraftur vill þakka öllum þeim sem komu að hlaupinu með einum eða öðrum hætti. “Það er vegna fólks eins og ykkar sem gerir félaginu kleift að starfa í þágu ungs fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra” segir Hulda, framkvæmdastjóri Krafts að lokum.