Í dag fékk Kraftur veglegan styrk frá Kjartani Antonssyni en hann er vel þekktur í heimi stangveiðimann og kvenna hér á landi fyrir silungafluguna Zeldu sem hefur gefið vel af sér í vötnum og ám.
Kjartan ákvað að hnýta 100 eintök af nýrri Zeldu sem íslenskum stangveiðikonum og mönnum gafst kostur á að kaupa og fengu færri en vildu, því flugan seldist upp.
Við þökkum Kjartani fyrir að veita Krafti þann heiður að þiggja afrakstur sölunar og mun hann koma sér vel fyrir félagsmenn okkar en styrkurinn að upphæð 200.000 var lagður inn á Neyðarsjóð félagsins.
Zelda – Góðgerðarflugan 2019