Meðferð krabbameins, hvort sem um er að ræða lyf, geisla eða aðgerð, getur haft áhrif á húð og slímhúð líkamans. Það á meðal annars við um slímhúð í munni, augum og kynfærum beggja kynja. Þetta leiðir til þess að húðin verður þurr og viðkvæm.