Skip to main content

Hvað er endurhæfing?

Meginmarkmið endurhæfingar er að endurheimta og viðhalda sem bestri virkni, heilsu og lífsgæðum innan þeirra takmarkana sem sjúkdómurinn og meðferðin setur. Endurhæfing er mikilvæg fyrir þá sem greinast með krabbamein vegna þess að sjúkdómnum og meðferðinni geta fylgt margvíslegir fylgikvillar sem hafa áhrif á líðan, getu og daglega virkni. Þarfirnar fyrir endurhæfingarúrræði eru mismunandi eftir aðstæðum og tíma hjá hverjum og einum.

Það hefur komið í ljós að því fyrr sem þú hefur endurhæfingu því fljótari ertu að ná þér. Nú er mælt með því að endurhæfing hefjist fljótlega eftir greiningu. Reynslan hefur sýnt að þeir sjúklingar sem hefja endurhæfingu sem fyrst ná fyrr betri heilsu .

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu