Skip to main content

Fjöldi fólks kom saman og tók þátt í Lífið er núna hlaupinu

By 19. maí 2019mars 25th, 2024Fréttir

Í dag, 19. maí, hélt Kraftur Lífið er núna hlaupið í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Hlaupið var á þremur stöðum á landinu undir kjörorðunum Lífið er núna, á Fáskrúðsfirði, Ísafirði og í Reykjavik. Á Fáskrúðsfirði hlupu 70 manns og á Ísafirði hljóp Salóme Gunnarsdóttir hálfmaraþon milli Súðavíkurkirkju og Ísafjarðarkirkju í minningu frænda síns Kolbeins Einarssonar. Í Reykjavík var hlaupið frá Háskólanum í Reykjavík og gat fólk valið að fara 1,5 km skemmtiskokk eða 5 km hlaup með tímatöku. Yfir 300 manns skráðu sig í hlaupið og var stemningin frábær og veðrið lék við hlauparana.

Í skemmtiskokkið voru 82 manns skráðir og í 5 km hlaupinu 222. Allir sem tóku þátt í hlaupinu áttu möguleiki á glæsilegum útdráttarvinningum en veitt voru líka verðlaun fyrir fyrsta sæti í bæði kvenna og karlaflokki. María Birkisdóttir kom fyrst í mark á tímanum 18:24 og í karlaflokki vann Jack Mowbray á tímanum 19:32.

Fyrir hlaup var skemmtidagskrá þar sem hoppukastalar voru frá Sprell, hægt var að fá andlitsmálningu og Sirkus Íslands skemmti viðstöddum. Jón Jónsson kom svo og söng og spilaði fyrir gesti og Elísabet Margeirsdóttir, hlaupadrottning sá um upphitunina.

„Þetta var alveg hreint frábær dagur og dásamlegt að sjá hversu margir komu saman til að hreyfa sig, njóta líðandi stundar og styrkja Kraft í leiðinni og það víða um land“, sagði Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts eftir hlaupið. „Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu í hlaupið fyrir þátttökuna og öllum þeim sem komu að hlaupinu og að sjálfsögðu öllum sjálfboðaliðum því án þeirra væri ekki hægt að standa fyrir viðburði sem þessum“, sagði Hulda enn fremur. Þetta var í fyrsta sinn sem Kraftur stendur fyrir Lífið er núna hlaupinu en Hulda segir að það getur vel verið að Kraftur muni aftur standa fyrir svona hlaupi þar sem margir spurðu strax eftir hlaup hvort þetta yrði ekki árlegur viðburður.

Allur ágóði af hlaupinu rennur til Krafts en þeir sem standa að Powerade vetrarhlaupunum aðstoðuðu Kraft við uppsetningu á hlaupinu og Tímataka sá um tímatökuna og gáfu alla vinnu sína. Fólk getur séð tímana sína á vefsíðunni https://timataka.net og verða myndir frá hlaupinu settar inn á vefsíðu Krafts á næstu dögum.

Kraftur þakkar eftirtöldum aðilum fyrir stuðning þeirra vegna hlaupsins:

Hlaupaðstoð og skemmtun

  • Aðstandendur Powerade Vetrarhlaupsins (Dagur, Kristján , Magni og Pétur)
  • Allir sjálfboðaliðarnir
  • Exton
  • Elísabet Margeirsdóttir
  • Háskólinn í Reykjavík
  • Hlaup.is
  • Jón Jónsson
  • Laila markaðsstofa
  • Sirkus Íslands
  • Sprell
  • Tímataka.net
  • Vífilfell
  • Þórdís Reynisdóttir ljósmyndari

Vinningar:

  • 1912 ehf
  • Abel/Distica
  • Aggva
  • Allt fyrir hótel
  • Alrún
  • Artica
  • Ásbjörn Ólafsson ehf.
  • Bioeffect
  • Bláa Lónið
  • Black pepper fashion
  • Bónus
  • Costco
  • Cu2 ehf
  • Eins og fætur toga
  • Eirberg
  • Eldum rétt
  • Essei
  • Fakó húsgögn
  • Fiskfélagið
  • Gámaþjónustan
  • Garri
  • Gott Reykjavík
  • Grandi Mathöll
  • H. Jacobsen ehf
  • Heggís
  • Heimilistæki
  • Hótel Rangá
  • Hringdu
  • Icepharma
  • Íslandshótel
  • Kaffitár
  • Keiluhöllin
  • Kemi
  • Lindex
  • Macron
  • Matarkjallarinn
  • Mi-iceland
  • Mjólkursamsalan
  • Ó. Johnson & Kaaber ehf. / Sælkeradreifing ehf.
  • Pure Performance ehf
  • Sjávargrillið
  • Smárabíó
  • Sportvörur
  • Sýn/Vodafone
  • Te og Kaffi
  • Vaxa ehf
  • Von
  • Zo-on
  • ZZ Markaðsvörur – Síminn

Fyrstu myndir frá deginum