Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Fræðslufyrirlestur – Streita og veikindi – hvað er til ráða?

23. október 2019 @ 17:15 - 18:30

Næsti fyrirlestur í mánaðarlegri fyrirlestraröð Krafts – Ungt fólk og krabbamein verður miðvikudaginn 23.október kl. 17:15 í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.

Flestir sem stríða við alvarleg veikindi kannast við að upplifa streitu og óvissu sem getur kallað fram kvíða og vanlíðan. Í þessum fyrirlestri munu sálfræðingarnir Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Anna Sigríður Jökulsdóttir, frá Kvíðameðferðarstöðinni fjalla um streitustjórnun og óvissuþol í veikindum og hvaða bjargráð við getum nýtt okkur til að takast á við krefjandi aðstæður. Einnig mun félagsmaður okkar Gísli Álfgeirsson segja frá sinni reynslu og hvernig hann hefur tekist á við streitu sem hefur fylgt veikindum konu hans sem féll frá síðasta sumar.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og boðið verður upp á samlokur frá Joe and the juice.

Fyrirlestrinum verður streymt í beinni á netinu og mun einnig vera sýnt frá Krabbameinsfélaginu á Akureyri.

Upplýsingar

Dagsetning:
23. október 2019
Tímasetning:
17:15 - 18:30
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/508359846627705/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website
Close Menu