Það gleður okkur í Krafti svo sannarlega að nú eru mánaðarlegir styrktaraðilar okkar orðnir tvöþúsund talsins en rétt fyrir tæplega þremur árum byrjaði félagið að safna mánaðarlegum Kraftsvinum. Með mánaðarlegum greiðslum er fólk að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.
Mánaðarlegir styrktaraðilar eru einstaklega mikilvægur hlekkur í keðjunni okkar til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum. Með því að leggja Krafti lið með mánaðarlegum greiðslum hjálpa þeir ungum krabbameinsgreindum einstaklingum og aðstandendum að fá: Sálfræðiþjónustu, markþjálfun, fræðslu, stuðning meðal jafningja, endurhæfingu í formi hreyfingar og útivistar og fjárhagslegan stuðning svo eitthvað sé nefnt. Sem dæmi má nefna að Kraftur setti á laggirnar í fyrra minningarsjóð til að standa straum af útfararkostnaði þegar félagsmaður fellur frá vegna veikinda sinni og settur var af stað stuðningshóp fyrir unga krabbameinsgreinda á Akureyri til að efla enn frekar starfsemi okkar á landsbyggðinni.
Við stöndum í þakkarskuld við þá 2.000 einstaklinga sem nú leggja Krafti lið í hverjum mánuði. Það að vera berjast við lífshættulegan sjúkdóm er einstaklega krefjandi og því ómetanlegt að félagsmenn geti fengið andlegan, líkamlegan, félagslegan og fjárhagslegan stuðning á tímum sem þessum.
Ef þú vilt gerast mánaðarlegur styrktaraðili þá eru frekari upplýsingar hér.
Takk fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum