Skip to main content

Kraftsblaðið komið út!

By 8. október 2020Fréttir

Kraftsblaðið okkar er komið út stútfullt af skemmtilegum greinum, viðtölum og fræðandi efni. Má þar nefna viðtal við snjódrífuna Aðalheiði Birgisdóttur sem þveraði Vatnajökul ásamt tíu öðrum konum og viðtal við Kára Kristján landsliðsmann sem tvívegis hefur greinst með æxli í baki.

Þá ber að líta greinar um krabbamein og kórónaveiruna, einkaþjálfun í andlegri heilsu og af hverju mikilvægt sé að tryggja sig. Tilvalið með kaffibollanum á þessum notalega haustdegi.

Blaðið er einn af fjáröflunarpóstum félagins og erum við þakklát öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur með auglýsingu eða styrkarlínu

Blaðið má lesa hér í heild sinni.

Dreifing á blaðinu verður með minna móti þetta árið út af Covid ástandinu en ef þið viljið fá eintak heim getið þið sent okkur tölvupóst á kraftur@kraftur.org með heimilsfanginu ykkar. Athugið að blaðið verður sent til allra félagsmanna.

Eftirfarandi sáu um blaðið í ár: 
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Laila Sæunn Pétursdóttir.
Ritstjórn: Arnar Sveinn Geirsson, Gísli Álfgeirsson, Hulda Hjálmarsdóttir, Hrefna Björk Sigvaldadóttir, Linda Sæberg og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Umbrot: Bára Kristgeirsdóttir.
Prófarkalestur: Guðlaug Birgisdóttir.
Prentun: PrentmetOddi ehf.