Hó hó hó – nú er kominn hinn dásamlegi aðventutími og við ætlum svo sannarlega að hafa það huggulegt þrátt fyrir samkomutakmarkanir.
Jólastund í stofunni með Krafti verður haldið með pompi og prakt fimmtudaginn 3. desember. Þá komum við saman fyrir framan skjáinn heima í stofu og njótum þess að „hittast og sjást“, taka þátt í bingói og spurningaleikjum.
Við ætlum að vera með kósý göngu í Heiðmörk þar sem við tökum nett jólarölt og fáum okkur svo heitt súkkulaði og smákökur eftir á. Snillingurinn hann Halldór, kontidóri og bakari, verður líka með stafrænt konfektnámskeið. Að sjálfsögðu eru svo líka rafrænir hittingar hjá StelpuKrafti og AðstandendaKrafti.
Hér getur þú líka hlaðið niður dagskránni í desember