Fyrirlesturinn er í formi upplifunar. Jóga dínur eru á svæðinu en þeir sem eiga slíkar eru hvattir til að taka þær með sér.
Við mælum með því að fólk mæti á staðinn til að fá sem allra mest út úr fyrirlestrinum en þeir sem ekki hafa tök á að mæta geta fylgst með honum í gegnum streymið okkar hér.
Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, umbreytandi vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöð sem hefur að leiðarljósi aðferðir sem höfðu svo mikil áhrif á líf Andra að hann skilgreinir sjálfan sig sem “endurfæddan”. Vendipunkturinn þar sem áratugir af langvarandi, sárum verkjum í mjóbaki og mígreni hurfu loksins. Þessi umbreyting er það sem leiddi til þess að hann fór að miðla ávæningi kælimeðferðar, öndunaræfinga, hugarorku og hreyfingar, meðal annarra sannreyndra Mind-Body aðferða, til þúsunda manna. Með það að markmiði að leiðbeina öðrum í átt að sömu valdeflandi upplifun.
Innblásinn af áhrifum beinnar kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið að fyrsta vali þeirra sem sækjast eftir umbreytandi þjálfunarupplifun sem á sér enga líka. Það er einfaldlega eitthvað algjörlega einstakt sem fólk upplifir við það að fara ofan í ískalt vatn, ögrar gömlum skoðanamynstrum, dýpkar skilning okkar á öndun, undir handleiðslu Andra. Þetta er einföld leið til þess að enduruppgötva getu þína til þess að ná aftur stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað. Þetta er eins og að læra að vera til í auga stormsins.
Auk ýmis konar þjálfunar sinnar hefur Andri öðlast eftirfarandi viðurkenningar:
• Health & Personal Development Coach
• Level 2 Wim Hof Method Certified Instructor
• Oxygen Advantage Certified Instructor
• XPT Certified Coach
• Buteyko Clinic International certified Instructor
ATH- FYRIRLESTURINN VERÐUR HALDINN AÐ ÖLLU ÓBREYTTU Í HÚSAKYNNUM RÁÐGJAFAÞJÓNUSTU KRABBAMEINSFÉLAGSINS Í SKÓGARHLÍÐ 8. EF BREYTINGAR VERÐA Á SAMKOMUTAKMÖRKUNUM GÆTI VERIÐ AÐ BREYTINGAR VERÐI GERÐAR Á FYRIRKOMULAGINU – ÞESS VEGNA ER SKRÁNING NAUÐSYNLEG SVO HÆGT SÉ AÐ UPPLÝSA UM BREYTINGAR SEM GÆTU ORÐIÐ Á VIÐBURÐINUM