Lífið er núna festivalinu sem halda átti hátíðlega 22. janúar næstkomandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Festivalið er árshátíð fyrir félagsmenn Krafts en sökum óvissu í þjóðfélaginu var tekin sú ákvörðun að fresta festivalinu til betri tíma til að það geti farið fram með eðlilegum hætti.
Allir félagsmenn Krafts sem þegar hafa skráð sig á festivalið hafa fengið póst varðandi frestunina og þau fá sendan forskráningarpóst á festivalið þegar ný dagsetning liggur fyrir.
Stjórn og starfsfólki þykir miður að ekki sé hægt að halda festivalið núna í janúar en við erum viss um að það verður stórfenglegt þegar það verður haldið í náinni framtíð þegar aðstæður í þjóðfélaginu eru betri.
Munum öll að fara varlega og gæta að persónulegum smitvörnum.