Skip to main content

Krabbamein fer ekki í frí

Á hverju ári vekur Kraftur athygli á því að þó að starfsfólk fari í sumarfrí fer krabbamein ekki í frí og því auglýsum við opnunartíma hjá hinum ýmsu þjónustuaðilum í heilbrigðiskerfinu og stuðningsaðilum og dreifum plakötum og upplýsingum um opnunartíma yfir sumartímann.

Kraftur mun einnig standa fyrir skemmtilegum viðburðum tvo miðvikudaga í júlí þ.e. 6. júlí og 20. júlí undir yfirskriftinni Krabbamein fer ekki í frí. Þessir viðburðir eru fyrir félagsmenn Krafts og er þar megin markmiðið að koma saman, njóta útivistar og líðandi stundar.

HÉR AÐ NEÐAN MÁ SJÁ OPNUNARTÍMA OG VIÐBURÐI Í SUMAR
KRAFTUR

Opnunartími í júlí alla virka daga nema föstudaga frá 9 til 16 þar sem fólk getur komið og fengið ráðgjöf og stuðning.

Tvo miðvikudaga í sumar verða viðburður undir kjörorðunum Krabbamein fer ekki í frí

  • 6. júlí – Viðeyjarferð – kl. 17:00 – 19:00
  • 20. júlí – Kvöldvaka og varðeldur í Heiðmörk – kl. 20:00 – 22:00

Sjá líka nánar á https://www.kraftur.org/vidburdir/

LJÓSIÐ

Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-16:00, föstudaga kl. 8:30-14:00.
Í boði er endurhæfing, ráðgjöf og stuðningur
Sjá nánar dagskrá Ljóssins á https://ljosid.is/stundaskra/
Sími: 561-3770

RÁÐGJAFARÞJÓNUSTA KRABBAMEINSFÉLAGINS

Opið í allt sumar mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-16:00, föstudaga kl. 09:00-14:00.

Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins fær fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess ráðgjöf og stuðning
Sjá nánar á https://www.krabb.is/radgjof-studningur/
Sími: 800 4040

KRABBAMEINSDEILDIR LANDSPÍTALANS

Opið alla daga vikunnar en vegna sumarleyfa starfsfólks getur verið hægari svörun og þjónusta.
Sími 543 6130
www.landspitali.is

BRJÓSTAMIÐSTÖÐ LANDSPÍTALANS

Skimanir: Lokað 4. júlí – 29. júlí.
Sérskoðanir: Lokað 11. júlí – 22. júlí.
Göngudeild E4, Eiríksstöðum er opin virka daga kl. 8:00-16:00.
Sími 543-1000
www.landspitali.is

LEGHÁLSSKIMANIR

Mismunandi opnunartímar heilsugæslustöðva í sumar en hægt er að fara í leghálsskimun hjá hvaða heilsugæslustöð sem er eða hjá kvensjúkdómalæknum.

Ef þú finnur fyrir einkennum bendum við þér á að leita til heimilislæknis eða bráðamötttöku Landsspítalans
www.heilsugaeslan.is

AKUREYRI

ALMENN GÖNGUDEILD SJÚKRAHÚSSINS Á AKUREYRI

Sumaropnun 17. júní – 19. ágúst kl. 08:00-16:00, lokað á föstudögum.
Sími 463-0100
www.sak.is

KRABBAMEINSFÉLAGIÐ AKUREYRI

Sumarlokun 7. júlí – 7. ágúst. Hafið samband við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í síma 800-4040 eða radgjof@krabb.is
Sími 461-1470
https://www.kaon.is

Ef erindið er áríðandi er hægt að hafa samband við RáðgjafarþjónustuKrabbameinsfélagsins í síma 800 4040

Hér má sjá plakat með öllum þjónustuaðilum og frekari upplýsingum