Vá hvað það var gaman að koma loksins saman á árlega Aðventukvöldi Krafts sem haldið var 8. desember sl. hér í Skógarhlíðinni.
Hrúga af vinningum, drekkhlaðið veisluborð og jólastemming eins og hún gerist best með söng og góðum félagsskap. Við fengum Hjalta Halldórsson rithöfund til að koma og lesa upp úr bókum sínum. Happdrættið var auðvitað á sínum stað með smá breytingum en mesta spennan var í krakkahappdrættinu þar sem dregið var um tíu, 10.000 kr gjafakort frá Kids Coolshop. Við fengum frábæra heimsókn frá tveim bræðrum sem gerðu allt vitlaust, í orðsins fyllstu merkingu en enduðu svo á því að gefa öllum krökkunum á svæðinu bækur. Þeir hituðu hópinn vel upp með glensi og gríni fyrir sjáfa Guðrúnu Árný sem fékk alla með sér í hátíðlegan söng.
Frábært kvöld í alla staði og við þökkum af öllu okkar hjarta, öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að gera þetta kvöld að því sem það var. Getum ekki beðið eftir að telja í Aðventukvöld Krafts 2023.
Takk allir sem komu og hafið það sem allra best í aðventunni og um hátíðarnar.
Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu: