Við fengum sannarlega fallegan jólaglaðning á dögunum frá engum öðrum en Stefáni Jakobssyni söngvara með meiru. Frá árinu 2011 hefur Stefán, eða Stebbi Jak eins og hann er gjarnan kallaður, verið með Þorláksmessutónleika í kirkjunni í Mývatnssveit. Fær hann gjarnan fjölskyldu, vini eða fólk úr sveitinni til að troða upp með sér og verður því oft afar fjölbreytt tónlistarval og frábær skemmtun. Aðgangur er ókeypis, en sú hefð hefur skapast undanfarin ár að safna frjálsum framlögum í sætan jólapakka sem renna óskipt til góðs málefnis og í ár varð Kraftur fyrir valinu.
Afar fallegt framtak og erum við afar þakklát 🧡
Takk kærlega Stebbi Jak og öll þau sem komu að þessu verkefni á einn eða annan hátt.
Hér eru nokkar myndir frá tónleikunum, þar er Stefán ásamt fjölskyldu sinni að taka lagið Country road.