FítonsKraftur ætlar að klífa brattann og standa fyrir göngum sem eru fyrir alla félagsmenn Krafts, bæði þá sem greinst hafa með krabbamein og eru að koma sér út í lífið eftir veikindin sem og aðstandendur. Atli Már Sveinsson, íþróttafræðingur, leiðir gönguhópinn.
Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.
Við hvetjum sérstaklega fólk sem ætlar sér í Grænahryggsgönguna í júlí að mæta!
Sjá nánar um þá göngu hér: https://www.facebook.com/events/903253684128587
ALMENNAR UPPLÝSINGAR
Að klífa brattann fer af stað í apríl með skipulagðar göngur tvisvar í mánuði fram að göngu um Grænahrygg.
Það er tilvalið að nýta sér göngurnar sem undirbúning fyrir Grænahrygg, en að sjálfsögðu eru öll velkomin, vinir, fjölskylda og gæludýr. Hvort það sé eitt skipti eða fleiri. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.
Atli Már Sveinsson, íþróttafræðingur, leiðir gönguhópinn. Hann verður einnig með í göngunni um Grænahrygg.
Það er tilvalið að nýta sér göngurnar sem undirbúning fyrir Grænahrygg, en að sjálfsögðu eru öll velkomin, vinir, fjölskylda og gæludýr. Hvort það sé eitt skipti eða fleiri. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.
Atli Már Sveinsson, íþróttafræðingur, leiðir gönguhópinn. Hann verður einnig með í göngunni um Grænahrygg.
Göngurnar verða eftirfarandi:
Fim 13. apríl, kl 17:30 – Ganga að Búrfellsgjá
Lau 22. apríl, kl 11:00 – Ganga um Vatnahringinn í Heiðmörk
Mið 10. maí, kl 17:30 – Staðsetning auglýst síðar
Lau 27. maí, kl 11:00 – Staðsetning auglýst síðar
Mið 7. júní, kl 17:30 – Staðsetning auglýst síðar
Mögulegar göngur síðar í júní og byrjun júlí, þá auglýst síðar.
Fim 13. apríl, kl 17:30 – Ganga að Búrfellsgjá
Lau 22. apríl, kl 11:00 – Ganga um Vatnahringinn í Heiðmörk
Mið 10. maí, kl 17:30 – Staðsetning auglýst síðar
Lau 27. maí, kl 11:00 – Staðsetning auglýst síðar
Mið 7. júní, kl 17:30 – Staðsetning auglýst síðar
Mögulegar göngur síðar í júní og byrjun júlí, þá auglýst síðar.