Þann 30. apríl síðastliðinn var aðalfundur félagsins haldinn með pompi og prakt. Að venju var farið yfir hefðbundin aðalfundarstörf og starfsár stjórnar gert upp, enda viðburðarríkt ár á sviði fjáröflunar og þjónustu til félagsmanna.
Elín fráfarandi formaður fór yfir ársskýrslu stjórnar og Guðni fráfarandi gjaldkeri félagsins fór yfir ársreikning 2023.
Mikil mannaskipti voru í stjórn þetta árið þar sem fráfarandi stjórn hafði klárað sinn skipunartíma. Ánægjulegt var að sjá hversu margir höfðu hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu fyrir félagið og viljum við nota tækifærið og þakk öllum þeim sem buðu sig fram til krafta sína til stjórnarsetu hjá félaginu þetta árið.
Viktoría Jensdóttir bauð sig fram til formanns til tveggja ára og hlaut einróma kosningu.
Þá hlutu kosningu í aðalstjórn félagsins Hannes Rúnar Hannesson og Magnús Hafliðason (aðalmenn til tveggja ára) og Róbert Jóhannsson og Vilborg Anna Garðarsdóttir (aðalmenn til eins árs).
Þrír fulltrúar hlutu kjör í varastjórn félagsins til eins árs þau Brynhildur Arna Jónsdóttir og Jens Bjarnason. Tillaga var borinn upp á aðalfundi að fráfarandi formaður og varaformaður félagsins (Elín og Arnar) tækju sæti í varastjórn sem einn maður, til að viðhalda þekkingu innan stjórnarinnar og var það samþykkt.
Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir óeigingjarnt starf þeirra í þágu félagsins en það eru Elín Sandra Skúladóttir, Arnar Sveinn Geirsson, Guðni Þór Jóhannsson, Linda Sæberg, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Halla Dagný Úlfsdóttir, Egill Þór Jónsson og Maren Davíðsdóttir.
Núverandi stjórn Krafts er því eftirfarandi:
- Viktoría Jensdóttir – formaður
- Hannes Rúnar Hannesson – aðalstjórn
- Magnús Hafliðason – aðalstjórn
- Róbert Jóhannsson – aðalstjórn
- Vilborg Anna Garðarsdóttir – aðalstjórn
- Brynhildur Arna Jónsdóttir – varastjórn
- Jens Bjarnason – varastjórn
- Elín Sandra Skúladóttir/ Arnar Sveinn Geirsson – varastjórn
Við hjá Krafti erum ótrúlega stolt og ánægð með þennan glæsilega hóp einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt að mörkum fyrir félagið og nýta sína reynslu félaginu til góða. Næsta starfsár verður því sannarlega kraftmikið og skemmtilegt með þetta flotta fólk innanborðs!