Komið er að haustúthlutun úr Styrktarsjóði Krafts, umsóknarfrestur er til og með 1.nóvember. Styrktarsjóðurinn er ætlaður til að styrkja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og hefur lent í fjárhagsörðuleikum vegna veikinda sinna. / English below
Styrktarsjóðurinn er hugsaður til að standa straum af kostnaði sem fellur utan greiðsluþátttöku (sálfræðiþjónusta, tannlæknakostnaður og tæknifrjóvgun svo eitthvað sé nefnt) sem og öðrum tekjumissi sem getur hlotist vegna veikinda viðkomandi. Hægt er að sækja oftar en einu sinni um í sjóðnum.
Hér er hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu félagsins.
Með styrkumsókn skal senda eftirtalin gögn:
a. Nýlegt læknisvottorð sem endurspeglar núverandi sjúkdómsgreiningu eða stöðu veikinda
b. Skattaskýrsla síðustu tveggja almanaksára. Ef skattaskýrslur endurspegla ekki núverandi fjárhagsstöðu er mikilvægt að sýna fram á það með gögnum
c. Ef sótt er um fyrir útlögðum kostnaði eða tilvonandi kostnaði þarf að skila greiðsluáætlun eða reikningum fyrir útlögðum kostnaði
Fyrir nánari upplýsingar um Styrktarsjóðinn hafið samband í síma 866-9600 eða með tölvupósti styrktarsjodur@kraftur.org
—
It´s time for 2nd allocation from Kraftur support fund this year. The deadline is November 1st. The fund aims to provide financial assistance to young adults diagnosed with cancer.
The support fund is intended to cover costs outside of co-payment and other loss of income that may occur due to the person’s illness. Such as psychological services, dental costs, artificial insemination (IVF), and other financial losses that might occur during the illness.
Click here and send the electronic application.
Please include the following data with your fund application:
a. A recent medical certificate that reflects current status or diagnosis.
b. Your tax return for the last two years. If the tax returns do not reflect the current financial situation, it is important to demonstrate this with other data.
c. Schedule of payments or out-of-pocket invoices
For more information contact us by phone 866-9600 or email styrktarsjodur@kraftur.org
*Don’t hesitate to contact us if you need assistance with your application.
Um sjóðinn
Styrktarsjóður Krafts var stofnaður á 15 ára afmæli Krafts þann 1.október 2014. Haldnir voru styrktartónleikar í Hörpunni þann 17. september 2014 þar sem safnað var í Styrktarsjóð Krafts og ágóðinn af þeim voru um 2 milljónir króna sem runnu beint í Styrktarsjóðinn. Auk þess barst sjóðnum myndarlegt framlag frá Ástu Hallgrímsdóttur, fyrrum formanni Krafts og ekkju Atla Thoroddsen sem lést úr krabbameini.
Á meðan á veikindum hans stóð hélt hann úti bloggi um veikindi sín sem síðar varð tekið saman í bókina Dagbók rokkstjörnu sem kom út árið 2009. Bókin var seld og var það ósk Ástu að ágóðinn rynni til Styrktarsjóðs Krafts. Á 15 ára afmæli Krafts ákvað stjórn félagsins að heiðra Ástu með að tilnefna hana verndara sjóðsins.