Skip to main content

Hvað get ég gert til að forðast vandræðaleg augnablik?

  • Hreinskilni borgar sig. Segðu frá hlutunum eins og þeir eru. Ef þú vilt ekki segja frá segðu það þá.
  • Þú velur hvort þú ferð ítarlega út í að ræða hvernig krabbamein þú ert með og hvaða meðferðir eru í boði en eitt er víst að þau sem eru náin þér vilja fá upplýsingar.
  • Ef þú finnur fyrir að ættingjar og vinir verði vandræðalegir þegar þeir hitta þig brjóttu þá ísinn og talaðu um veikindin því margir óttast viðbrögð þín við spurningum.
  • Segðu fólki að það megi spyrja. Ef það spyr óþægilegra spurninga þá segir þú þeim það.
  • Sumir velja að skrifa um reynslu sína á samfélagsmiðlum eða bloggum og vísa í það ef fólk spyr um líðan og meðferð.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu