Hið árlega aðventukvöld Krafts verður að haldið þann 3. desember og hefst hátíðin klukkan 18.00 í húsakynnum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, Reykajavík. Dagskráin er glæsileg í ár og hefst með því að Jón Gnarr les upp úr bók sinni, Útlaganum. Síðan kemur Jón Jónsson og syngur nokkur lög fyrir okkur og að lokum verður jólahappdrættið en vinningar hafa aldrei verið fleiri en nú. Meðal vinninga eru mörg gjafabréf, fjöldi bóka, snyrtivörur, dúkur og sængurföt, matarkörfur, skartgripir, listmundir, bíómiðar, konfekt, geisladiskar og margt fleira. „Nýstárlegur“ jólasveinn mun draga út vinningana. Um kl 18.30, eftir lestur Jóns Gnarr, bjóðum við uppá létt jólahlaðborð að hætti Krafts sem verður með glæsilegra móti í ár. Jólakonfekt Krafts, sem nú er í sérsökum jólaumbúðum Krafts, verður til sölu á staðnum á sérstöku tilboðsverði. Kraftsfélagar og ástvinir eru hvattir til að mæta á aðventukvöldið og eiga jólalega stund saman í upphafi aðventu.