Þorri Snæbjörnsson hefur tekið við sem sálfræðingur Krafts af Eddu M. Guðmundsdóttur. Þorri er klínískur sálfræðingur og hefur hafið störf hjá Krafti og Ráðgjafarþjónustunni. Hann er ráðinn í 50% stöðu sem mun skiptast niður í að veita sálfræðiaðstoð, sinna stuðningsneti Krafts ásamt öðrum verkefnum. Um er að ræða tilraunaverkefni Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar.
Þorri útskrifaðist sem MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík í vor og hefur hlotið starfsréttindi sem slíkur. Útskrifaðist með BS í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og er einnig með diplómu í afbrotafræði frá HÍ. Með náminu vann hann á meðferðarheimili fyrir unglinga og á endurhæfingargeðdeild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma.
Í starfsnámi sínu var hann á Kleppi, Stuðlum og Reykjalundi. Hann hefur starfað á Bráðageðdeild Landspítala og mun starfa þar áfram samhliða starfi sínu hér.
Við þökkum Eddu fyrir vel unnin störf og bjóðum Þorra hjartanlega velkominn til starfa hjá félaginu.