Skip to main content

Alla leið styrkir Neyðarsjóð Krafts með jólakertasölu

By 29. nóvember 2014mars 25th, 2024Fréttir

Alla leið hefur í samstafi við Kraft hafið söfnun fyrir Neyðarsjóð Krafts með árlegri jólakertasölu.

Allur ágóði af sölunni mun renna óskiptur til Neyðarsjóðs Krafts. Sjóðurinn mun koma til með að styðja við ungt fólk með krabbamein sem lendir í fjárhagslegum erfiðleikum vegna veikinda sinna og hækkandi greiðslubyrgði einstaklinga í heilbrigðiskerfinu.

Jólakertin verða til sölu á hinni árlegu jólasölu í Bláa húsinu á Siglufirði nú um helgina þann 30.nóvember og á aðventukvöldi Krafts þann 4.desember næstkomandi.

Þau hjá Allri Leið vilja leggja sitt af mörkum til að aðstoða ungt fólk með krabbamein þar sem þau sjálf hafa sína reynslu af krabbameini þar sem Bjarki greindist með krabbamein í ristli árið 2012 og er enn að sigrast á þeirri baráttu. Hann lætur ekkert stoppa sig og mun standa við básinn á sunnudaginn og fimmtudaginn næstkomandi og láta gott af sér leiða.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þeirra sögu (Ástrós&Bjarka) er bent á að smella á www.allaleid.wordpress.com