Á ÖR-ráðstefnunni munu ungir einstaklingar greina frá reynslu sinni af krabbameini, bæði greindir og aðstandendur. Hannes Ívarsson mun fjalla um getuleysi vegna krabbameins og kröfur karlmanna sem greinast með krabbamein í kynfærum, til að fá stinningarlyf og risbúnað niðurgreitt. Ásaug Arna Sigurbjórnsdóttir sem missti móður sína 22 ára gömul mun fjalla um áfallið og móðurmissinn og lærdóminn sem hægt er að tileinka sér eftir slíkt. Kári Örn Hinriksson sem barist hefur við krabbamein í áratug fjallar um rannsóknir á mataræði og krabbameini ásamt því að benda á kostnað krabbameinsveiks ungs fólks vegna lyfja- og læknismeðferða og tæknifrjóvgunar. Jenný Þórunn Stefánsdóttir, sem greindist með krabbamein, fjallar um útlit, hármissi og möguleika ungra kvenna til að líta vel út, þrátt fyrir afleiðingar lyfjameðferðar. Kristján Björn Tryggvason, sem greinst hefur tvisvar með heilabrabbamein, fjallar um áhrif þess á líf fimm manna fjölskyldu og loks mun Ástrós Rut Sigurðarsóttir, unnusta krabbameinsveiks manns, fjalla um áhrif veikinda manns hennar á líf þeirra í skugga lífsógnandi sjúkdóms.
Björn Bragi Arnarson verður fundarstjóri og mun Sigríður Thorlacius einnig flytja nokkur lög. Að sjálfsögðu er ókeypis á ráðstefnuna og allir velkomnir.
Allar nánari upplýsingar má finna hér eða á Facebook síðu félagsins