Kraftur stendur fyrir ýmis konar fræðslu í formi útgáfu, fræðsluvefs, hlaðvarps, fræðslufyrirlestra og fræðslukynninga til fyrirtækja og hópa. Félagið leggur sig fram við að fólk hafi aðgengi að haldbærum og áræðanlegum upplýsingum á einum stað. Eitt af fyrstu verkefnum Krafts eftir stofnun félagsins árið 1999 var að taka saman hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur á einn stað og var útkoman handbókin LífsKraftur. Bókin hefur verið gefin út sex sinnum síðan þá. Fræðsluvefur félagsins er byggður upp á LífsKrafti sem og aðsendum spurningum og ítarlegra efni. Fræðsluefni félagsins má nálgast og sjá hér að neðan.