Á vordögum héldu nemendur í 10.bekk í Vogaskóla kaffisölu og létu ágóðann af því renna til Krafts og Umhyggju, félags langveikra barna.
Vildu nemendur að styrkur þeirra, að upphæð 100.000 kr. myndi renna beint í Neyðarsjóð félagsins og þannig styrkja ungt fólk sem greinist með krabbamein og lendir í fjárhagsvanda vegna veikind sinna.
Hulda, framkvæmdastjóri heimsótti þau á næst síðasta degi skólans og tók á móti styrk þeirra.
Takk fyrir okkur Vogaskóli, það gleður okkur að þið kæru 10. bekkingar séuð svona samfélagslega þenkjandi <3