Skip to main content

Aðalfundur Krafts 30. apríl – aðalfundarboð

By 23. apríl 2014mars 25th, 2024Fréttir

Fundardagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórna um starfsemi liðins starfsárs.

3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

4. Lagabreytingar.

5. Kjör tveggja manna í stjórn til tveggja ára.

6. Kjör tveggja manna í varastjórn til eins árs.

7. Kjör endurskoðanda til eins árs.

8. Ákvörðun um félagsgjald.

9. Önnur mál.

 

Stjórn félagsins gerir tillögu um breytingu á 5. grein laga og eru þær tillögur meðfylgjandi:

Tillögur til breytinga eru undirstrikaðar og strikað er yfir þann texta sem lagt er til að falli út.

 

5. gr. Stjórn

Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum. Formaður skal kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn.

Árlega skulu kosnir tveir meðstjórnendur til tveggja ára í senn og tveir varamenn til eins árs. Formaður má sitja tvö kjörtímabil samfellt en getur gefið kost á sér á ný eftir tvö ár. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skiptir stjórnin með sér verkum og velur varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Stjórnin skipar nefndir til starfa fyrir félagið.

 

Ný tillaga:

Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum auk tveggja varamanna. Formaður skal kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn. Meðstjórnendur, sem eru fjórir talsins, eru einnig kosnir til tveggja ára í senn, en kosið er um tvo meðstjórnendur á hverju ári. Aðrir meðstjórnendur sitja áfram í stjórn. Varamenn eru kosnir árlega til eins árs. Formaður má sitja tvö kjörtímabil samfellt og getur gefið kost á sér á ný eftir tvö ár. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skiptir stjórnin með sér verkum og velur varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Stjórnin skipar nefndir til starfa fyrir félagið.