Sunnudaginn 15. desember hélt einkaþjálfarinn Indíana Nanna Jóhannsdóttir, sérstaka hópæfingu í World Class Laugum til að fagna útgáfu bókar sinnar Fjarþjálfun. Allir sem mættu á æfinguna hjá henni borguðu sérstakt skráningargjald og rann allur ágóði til Krafts.
Um 50 manns mættu á þessa risaæfingu hjá henni og runnu 50.000 krónur til styrktar Krafti eftir hana. „Ég ákvað að fagna útgáfu bókarinnar minnar með þessum hætti og var þessi hópæfing í raun útgáfuteiti og sannkölluð styrktaræfing þar sem við styrktum okkur og lögðum góðu málefni lið í leiðinni“, sagði Indíana eftir æfinguna. „Mig langaði að leggja Krafti lið vegna þess að hvað er betra en að æfa fyrir sig, jú að æfa fyrir sig og styrkja gott málefni í leiðinni. Það var frábært að keyra þennan viðburð áfram með þetta góða málefni að baki“, sagði Indíana enn frekar.
Hægt er að fylgja Indíönu á Instagram undir @indianajohanns en þar má sjá líka myndir frá styrktaræfingunni.
Við þökkum Indíönu og öllum þeim sem komu á æfinguna hjá henni innilega fyrir stuðninginn og óskum henni velfarnaðar í leiðinni með bókina sína.