Skip to main content

Afmælisblað Krafts komið út!

By 14. október 2019mars 25th, 2024Fréttir

Kraftur er 20 ára og að því tilefni gáfum við út veglegt afmælisblað á afmælisdegi félagsins 1.október!

Blaðið er 80 síður að stærð og stútfullt af áhugaverðu efni. Meðal þess er umfjöllun um tæknifrjóvgunarmál, grein um það sem betur má fara í endurhæfingarmálum krabbameinsgreindra, ítarleg umfjöllun um Stuðningsnetið og úttekt á því sem áunnist hefur í málefnum kraabbameinsgreindra undanfarin 20 ár.

Fjölmörg viðtöl eru í blaðinu, m.a. einstakt viðtal við Ágústu Ernu Hildmarsdóttur sem var við dauðans dyr þegar hún ákvað að taka málin í sínar eigin hendur og frásögn G. Sigríðar Ágústsdóttur sem sem gekk í grunnbúðir Everest sem lið í þvi að takast á við veikindi sín. Við birtum einnig viðtöl við tvö ungmenni sem misstu mæður sínar og ungan mann sem lýsir reynslu sinni  af því að sækja sér stuðning í veikindum sínum. Í blaðinu eru auk þess umfjallanir um marga viðburði og nýjungar á vegum félagsins auk þess sem við birtum myndir úr hinni einstöku ljósmyndasýningu “Skapa fötin manninn”.

En sjón er sögu ríkari. Hér er hægt að skoða blaðið.