
Þá loksins er apríl genginn í garð með fallegum vorfíling í lofti!
Það eru skemmtilegir hlutir á dagskrá hjá okkur nú í apríl mánuði, sem við vonum að sem flestir geti tekið þátt í með okkur. Við ætlum að eiga góða stund með stelpunum í páskaeggjagerð, skella okkur í svokallaða ilmupplifun og mun Ragga Nagli, sálfræðingur, kenna okkur að setja okkur sjálfum og öðrum mörk.
STELPUKRAFTUR:
Miðvikudaginn 9. apríl, kl.16:30 – Í StelpuKrafti í apríl ætlum við í páskaeggjagerð hjá Halldóri, konditormeistara og bakara með meiru. Viðburðurinn verður haldinn á 4. hæð í Skógarhlíð 8. Á námskeiðinu lærið þið að búa til ykkar eigið einstaka páskaegg og eiga notalega stund saman.
Miðvikudaginn 23. apríl, kl.17:30 – Við skellum okkur í svokallaða ilmupplifun hjá Fischersund
FÉLAGSMANNA- OG AÐSTANDENDAKRAFTUR: Þriðjudaginn 8. apríl, kl.19:00, Ragga Nagli, sálfræðingur, ætlar að kenna okkur að setja okkur sjálfum og öðrum mörk – Viðburðurinn er opinn félagsmönnum og aðstandendum og hvetjum við ykkur til að draga makann með ykkur, foreldra eða vini – Að geta sett örðum mörk getur komið sér vel í krefjandi aðstæðum og eflir sjálfstraustið.
FJÖLSKYLDUFJÖR: Þriðjudaginn 15. apríl, kl.17:30, Það eru að koma páskar og það þýðir bara eitt, páskabingó Krafts er handan við hornið! Páskabingóið er opið fyrir félagsmenn Krafts og fjölskyldur þeirra og verður á 4. hæð í Skógarhlíð 8, kl.17:30-19:30. Glæsileg páskaegg í boði Nóa Siríus og Góu fyrir þau sem fá BINGÓ en bingóstjórarnir eru engir aðrir en snillingarnir, Dísa & Júlí! Að sjálfsögðu er ókeypis á viðburðinn og hver og einn fær eitt spjald við innganginn – Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!!
SKRÁNING HAFIN HÉR
AÐALFUNDUR KRAFTS: Þriðjudaginn, 22. apríl, kl.18:00, verðu Aðalfundur Krafts haldinn í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.