Það er komið sumar og það gleður okkur að segja frá því að hið árlega Sumargrill Krafts verður haldið 25. júní þar sem við ætlum að njóta útiveru, samveru og skemmtunar. Endilega meldaðu þig og þína á viðburðinn þar sem við þurfum að vita fjöldann sem kemur vegna veitinganna.
Við munum svo sannarlega njóta útivistar í júní en FítonsKraftur verður með útiæfingar, útíjóga verður í laugardalnum og svo verður haldin sérstök LífsKraftsganga þar sem við sýnum stelpunum í LífsKrafti stuðning í verki. En það er ótrúlega flott fjáröflunarverkefni þar sem 9 konur munu ganga í krafti kvenna yfir þveran Vatnajökul á gönguskíðum undir formerkjunum Lífskraftur. Sigríður Ágústsdóttir félagsmaður Krafts er forsprakki þessa verkefnis þar sem hún er að fagna því að hún sé enn á lífi eftir að hafa greinst með ólæknandi krabbamein fyrir fimm árum síðan. Með göngunni er verið að safna áheitum fyrir félögin Kraft og Líf. Þá hvetja stelpurnar alla til að fara út að hreyfa sig og stunda útivist og fagna lífinu og að sjálfsögðu ætla Kraftsfélagar að sýna stuðning í verki með því að ganga saman í Búrfellsgjá laugardaginn 13. júní.
Við vekjum athygli á því að það verður sumaropnun á skrifstofunni okkar í júní og júlí en þá er skrifstofan lokuð á föstudögum en þið náið alltaf í okkur í síma 866-9600.
Þú getur séð alla dagskrána hérna sem pdf og smellt á einstaka viðburði til að fá nánari upplýsingar.