Á dögunum hélt Salaskóli góðgerðardaga til styrktar góðum málefnum. Nokkrar flottar og duglegar stúlkur í 8. bekk tóku sig saman og stóðu að baki glæsilegum góðgerðarbás og völdu þær að láta allan ágóðann renna til Krafts.
Stúlkurnar útbjuggu allskyns girnilegar veitingar sem þær seldu ásamt fallegri handavinnu sem ein stúlkan, Jara Elísabet hafði sjálf gert. Að auki seldu stúlkurnar Lífið er núna perluarmböndin frá Krafti.
Alls seldust vörur fyrir 171.120 kr. og þökkum við stúlkunum og Salaskóla kærlega fyrir sitt fallega framlag og veglegan styrk til Krafts!
Á myndunum má sjá Önnu Tomasdóttur Albrigtsen, Elínu Láru Jónsdóttur, Jöru Elísabetu Gunnarsdóttur, Kolbrúnu Birnu Þorsteinsdóttur og Steinunni Erlu Sigurðardóttur.