Úthlutun úr Samfélagssjóði Eflu fór fram á dögunum og hlaut Kraftur 500.000 kr styrk. Styrkurinn kemur sér svo sannarlega vel og verður vel nýttur í fjölskylduviðburði félagsins. Við erum einmitt í óðaönn að undirbúa einn af okkar stærstu fjölskylduviðburðum félagsins, það er sjálft Aðventukvöld Krafts, sem fram fer fimmtudaginn 7. desember nk.
Alls bárust Eflu um 74 umsóknir, þar af voru sex sem fengu styrk. Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.
Hér er frétt Eflu um styrkúthlutunina. https://www.efla.is/frettir/uthlutun-ur-samfelagssjodi-2023