Í vikunni settum við nýju Lífið er núna auglýsinguna okkar í loftið en hún er hluti af fjáröflunar- og vitundarvakningu Krafts. Vitundarvakningin er árleg og er ein stærsta fjáröflun félagsins. Markmið átaksins er að vekja athygli á mikilvægi starfsemi Krafts og veita fólki innsýn inn í þær áskoranir sem fylgja því að greinast ungur með krabbamein eða vera aðstandandi, en um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju hér á landi.
Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er “Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna” og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Hvort sem við höfum greinst með krabbamein, einhver okkur nákominn eða við orðið fyrir öðrum áföllum á lífsleiðinni, þá eigum við öll okkar skugga sem er alltaf til staðar. Stundum er skugginn stór, stundum verður hann að daufum útlínum og stundum hverfur hann alveg undir skósólana. En skugginn er alltaf til staðar. Hann er þögull ferðafélagi og partur af lífi okkar allra.
Fjáröflunarvara Krafts, Lífið er núna-húfan, sækir innblástur í hönnun listakonunnar Tóta Van Helzing sem var félagsmaður í Krafti og var stórkostlegur prjónahönnuður.
Nokkrir félagsmenn Krafts deila sögum sínum í átakinu með það að markmiði að leyfa almenningi að öðlast innsýn inn í reynsluheim félagsmanna.
Takk kærlega fyrir samstarfið Pipar\TBWA, Atlavík, Anton Bjarni, Tóta Van Helzing, Rakel Sigurðardóttir, Hafsteinn Þráinsson, Hulda Halldóra Tryggvadóttir, Sunna Björk Erlingsdóttir, Ceedr, Kristófer Acox, Una Torfadóttir, Kristinn Óli Haraldsson og síðast en ekki síst félagsmenn Krafts sem voru tilbúnir að opna sig og deila sögu sinni, Pétur Steinar, Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir Mouna Monica Nasr, Aron Bjarnason, Magnús Kjartan Eyjólfsson, Valgerður Anna
Sögur félagsmanna má finna hér: https://lifidernuna.is/sogur/
Kauptu húfu og sýndu KRAFT í verki: https://kraftur.org/vara/lifid-er-nuna-hufa-2025/