Lífið er núna helgin var farin á dögunum en helgin er hugsuð sem endurnærandi og uppbyggjandi helgi fyrir félagsmenn Krafts. Félagsmenn fengu tækifæri til að staldra við í nærandi umhverfi, kynnast öðrum í svipuðum sporum og huga að því sem hlúir að og styður við lífsgæði. Helgin var uppfull af fræðslu, náttúru, upplifun, skemmtun og slökun.
„Það er frábært að geta boðið fólkinu okkar upp á svona helgar þar sem það getur kúpplað sig út úr daglegu lífi og gefið sér þennan tíma fyrir sig. Það er enginn skyldugur til að taka þátt í allri dagskránni, heldur velur fólk sér það sem hentar hverjum og einum. Mikilvægast af öllu er að helgin nýtist fólki sem best, til að byggja sig upp andlega, líkamlega eða orkulega séð”, segir Þórunn Hilda Jónasdóttir, viðburða- og þjónustustjóra Krafts.
Að þessu sinni vorum við á Sveitasetrinu Brú í Grímsnesi og var helginni stýrt af Áróru Helgadóttur sem nýtti fjölbreyttan bakgrunn sinn sem náttúrubarn frá Vestfjörðum, heilbrigðisverkfræðingur, jógakennari, markþjálfi, auk þess sem hún styðst við núvitund og hugleiðslu og margt fleira í vinnustofum helgarinnar. Auk þess að geta mætt á vinnustofur yfir helgina var boðið uppá jóga, núvitundargöngu í fallegasta skógi landsins og kvöldvökur. Á sunnudeginum fóru allir heim, endurnærðir, slakir á sál og líkama og pakksaddir eftir yndislega helgi á Sveitasetrinu Brú.
“Kraftur hefur á undanförnum árum staðið fyrir Lífið er núna endurnærandi helgum tvisvar á ári fyrir félagsmenn sína og hafa þessar helgar gefist afar vel. Við erum nú þegar farin að leggja drög að næstu helgi sem verður í vor og hlökkum mikið til að kynna hana“, segir Þórunn