Skip to main content

Falleg gjöf frá Víkurskóla

By 20. júní 2024Fréttir

Kraftur fékk fallega gjöf frá Víkurskóla í Grafarvogi í gær eftir að nemendur þar héldu sinn fyrsta góðgerðardag þann 1. júní síðastliðinn.

Nemendurnir höfðu kynnt sér ýmis hjálparsamtök og komu með hugmyndir af því hvaða samtök væri gott að styrkja. Kosið var með leynilegri kosningu og urðu Kraftur og Börn á Gaza fyrir valinu og var upphæðinni skipt jafnt milli þessara samtaka en alls söfnuðust 600.000 kr og fékk Kraftur því 300.000 kr. að gjöf.

Á myndinni má sjá Þuríði skólastjóra ásamt Frosta Frey, Júlíu Mekkin, Guðnýju Láru og Snædísi Freyju.

Við þökkum nemendum og starfsfólki hjá Víkurskóla kærlega fyrir veglegan styrk til félagsins.