Að sögn þeirra vinkvenna hafa þær gaman af að fara í pottinn í garðinum hjá Þórhildi og ákváðu einn daginn að efna til fjáröflunar á þann veg að selja inn í garðinn og þar með ofan í pottinn! Þær auglýstu þetta framtak á Facebook og mátti fólk koma þann 21. desember. Það skipti engum togum að fjölmenni kom í garðinn og pottinn og borgaði fyrir með glöðu geði. Alls söfnuðust 50.000 krónur sem renna óskiptar til Krafts. Kraftur færir þessum ungu vinkonum innilegar þakkir fyrir framtakið og góðan styrk sem mun nýtast í þágu ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.