Í desember síðastliðnum fengum við ánægjulegt símtal frá Margréti Pálsdóttur, yfirmeistara Oddfellow stúkunnar, Rebekkustúkan nr. 1, Bergþóra I.O.O.F. Margrét tilkynnti okkur það að stúkan hefði samþykkt að styrkja starf félagsins um eina milljón króna og vonaðist hún að styrkurinn myndi nýtast til góða fyrir okkar þarfa starf. Jólagjöfin var því stór í ár.
Að sjálfsögðu kom þessi styrkur okkur afskaplega vel þar sem starfsemi félagsins er alfarið rekin af velvilja fólks og fyrirtækja í landinu. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, tók formlega á móti styrknum í síðustu viku og gat þar þakkað konunum í stúkunni innilega fyrir stuðninginn. Dásamlegt framtak hjá Oddfellow konum.