Kæru félagar.
Fimmtudaginn 3. desember n.k. verður haldið aðventukvöld hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í ár verður dagskráin sérstaklega glæsileg auk þess sem mikið hefur verið lagt í veitingar og happdrætti. Aðventukvöldið verður í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins.
Hátíðin hefst kl 18.00 en fljótlega eftir að gestir koma í hús les Jón Gnarr upp úr nýrri bók sinni, Útlaganum. Eftir það verður gestum boðið uppá létt jólahlaðborð og síðan tekur Jón Jónsson við og syngur nokkur lög. Síðasti liðurinn á dagskránni verður hið stórglæsilega happdrætti Krafts sem aldrei hefur verið fjölbreyttara og glæsilegra en nú. Leynigestur í litríkum jólabúningi dregur út vinningana en allir sem mæta frá happdrætttismiða við innganginn.
Meðal vinninga má nefna boðsmiða fyrir tvo í Þjóðleikhúsið, á Edduna og á jólatónleika Siggu Beinteins. Þá verða tvö gjafakort að upphæð 10.000 frá Atlantsolíu, tvö gjafakort að upphæð 10.000 frá Lindex, gjafakassar frá Body shop, Benecos og fleiri snyrtivörumerkjum, gjafapakki frá versluninni Lólítu, gjafir frá Lín Design, Andreu boutiqe, tveir heilsukoddar og hátalarar frá Eirberg, þrjú skartgripasett frá Dimma design og einnig frá Hring eftir hring, ungbarnaföt frá Ingló og Indí, tvö seðla- og kortavesti frá Drangey, óróar frá alliN Oriami, listmunir frá Skuggaformi og Jósk, hitaplatti frá Bros, kökudiskur frá Duka, gjafabréf fyrir tvo á Sjávargrillinu og Gló, 3 gjafabréf frá Dekurstofunni Kringlunni, gjafabréf frá Dunkin donuts, Snyrtivörur frá Guinot, ostakarfa frá Ostabúðinni, gjöf frá Lyf og heilsu, gjafabréf frá Subway og Te og kaffi, gjafabréf í nudd, bíómiðar frá Myndform í Laugarásbíó, gjafapakki frá Fitnesssport, 2 líkamsræktarkort frá Boot Camp og 2 frá Sporthúsinu og fjöldi bóka. Vinninglíkurnar eru því mjög miklar, svo ekki sé meira sagt. Konfektið okkar, sem nú er sérmerkt Krafti, verður til sölu á staðnum og einnig fallegu bolirnir okkar. Allir Kraftsfélagar, fjölskylda og ástvinir eru hvattir til að mæta á aðventugleðina og eiga skemmtilega og jólalega stund saman.
Stjórn Krafts