Opið verður á skrifstofu okkar á milli kl.10-16, mánudaginn 23.desember og mánudaginn 30.desember
Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Krafti en árið markaði 25 ára afmæli félagsins. Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið og svo dásamlegt að sjá hvað félagið okkar hefur vaxið og dafnað.
Það sem stóð uppúr á árinu var Lífið er núna Festival þar sem félagsmenn fengu heilan dag af fræðslu á fjölbreyttum vinnustofum, nutu samveru með jafningjum og fögnuðu svo 25 ára afmæli félagsins með þrusu partýi.
Auk þess gaf Kraftur félagsmönnum sínum Óskabrunninn í 25 ára afmælisgjöf en Óskabrunninum er ætlað að létta líf greindra félagsmanna sem eru inniliggjandi á heilbrigðisstofnun eða njóta aðhlynningar í heimahúsi. Með Óskabrunninum látum við óskir verða að veruleika til að skapa góðar minningar og bæta líðan.
Allt þetta gætum við ekki gert nema fyrir stuðning góðra einstaklinga og fyrirtækja í landinu. Við þessa aðila langar okkur að segja TAKK! Takk fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra hátíða og hvetjum ykkur til að staldra við í núinu og njóta – Lífið er núna.
Hátíðarkveðjur,
Stjórn og starfsmenn Krafts